Karfan þín

Frí sending í Póstbox eða Pósthús þegar verslað er fyrir 15.000kr eða meira

Skilmálar

Verð

Öll verð í netverslun erum með 24% virðisaukaskatt. Verð geta breyst án fyrirvara.

Seljandi hefur heimild til þess að hætta við pantanir fyrirvaralaust ef vara er ekki til á lager eða ef rangt útsöluverð hafi verið á vörunni eða ef um innsláttarvillu er um að ræða.

Vöruskil

Við bjóðum upp á 14 daga skilafrest gegn því að varan sé í upprunalegu ástandi eða í því ástandi sem hún var keypt í.

Greiðslukvittun þarf að fylgja með öllum vöruskilum.

Hægt er að skila vörum beint í verslun okkar Sport24 Outlet á Smáratorgi. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að varan berist á réttan aðila sem og þann kostnað við sendingu á vöruskilum.

Seljandi er SPORT24 Outlet / Dansport ehf , Smáratorg 1 , kt 480703-2350 , VSK númer 79750 , Sími 553-0700.

Sendingar

Pantanir eru teknar saman eins fljótt og auðið er. Reynt er eftir fremsta megni að taka saman og afhenda pantanir til sendingafyrirtækis samdægurs eða næsta virka dag. Pantanir sem gerðar eru fyrir klukkan 12:00 eru afhentar viðeigandi sendingafyrirtækis samdægur.

Pantanir sem gerðar eru um helgar og á opinberum frídögum eru afhentar næsta virka dag til sendingafyrirtækis.

Við bjóðum upp á sendingar bæði með Póstinum og Sending.is. ATH: Ekki eru sömu sendingamöguleikar fyrir öll póstnúmer.

Sendingamöguleikar með Póstinum:

Pakki Heim: Pósturinn keyrir pakkan heim að dyrum.

Pakki Pósthús: Pakkinn er sóttur á næsta Pósthús.

Pakki Póstbox: Pakkinn er sóttur í það Póstbox er valið er.

Pakkaport: Pakkinn er sóttur í það Pakkaport sem valið er.

Pakki Landspóstur: Pakkinn er keyrður heim að dyrum eftir dagatali Póstsins. Afhendingatími er breytilegur eftir staðsetningu og pöntunardag.

Sendingamöguleikar með Sending.is

Kvöldsending á Höfuðborgarsvæðinu: Pakkinn er keyrður heim að dyrum á milli kl 17:00 og 22:00 alla virka daga.

Dagsending: Pakkinn er keyrður heim að dyrum milli kl 10:00 og 16:00 alla virka daga.

Afhendingastaðir / BOX: Pakkinn er afhentur á valinn afhendingastað / BOX.

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Allar greiðslur með VISA , Eurocard/Mastercard , Amex , JCB Visa Dankort , Dinersclub eða staðgreiðslu með debetkorti fara í gegnum örugga greiðlsugátt frá Borgun ehf Íslandi.